Íslensk hönnun slær í gegn á Spáni.
Þegar fréttir berast af því að Íslendingar á Costa Blanca svæðinu séu að vekja heimsathygli fyllist maður þjóðarstollti. Íslensk kona, Elin Bjarnadóttir, sem er búsett í spænska bænum Castalla hefur verið að slá í gegn með hönnun á hágæða leðurhandtöskum sem gerðar eru úr íslensku fiskiskinni. Töskurnar hafa vakið mikla athygli heimamanna og eru þær núna boðnar til sölu í nokkrum hátískuverslunum á svæðinu og stærri hátískuverslanir í evrópu hafa einnig sýnt töskunum mikinn áhuga. Einnig hefur bæjarstjórninn í Castalla tekið þessari íslensku hönnun opnum örmum og sýnt Elínu mikinn stuðning í verki. Töskurnar verða fljótlega boðnar til sölu í Tékkkristal og í Frihöfninni á Íslandi. Elín hefur unnið þessar töskur undir merkjum fyrirtækisins síns, Mar Collections, en á næstu vikum fer heimasíða í loftið þar sem unnt verður að forvitnast frekar um þessar töskur og hönnuðinn sjálfan. Áhugasamir geta haft samband við Elínu í gegnum designsbyelin@gmail.com
Susan Mckenzic ferðamálafulltrúi José Luis Prats Hernándes bæjarstjóri í Castalla Elín Bjarnadóttir hönnuður Mar design.

English
Íslenska 
